Á páskadag flytur sr. Guðrún Karls Helgudóttir okkur hugvekju alla leið frá Ástralíu. Hún verður send út kl. 12 á hádegi. Að auki bendum við fólki á að njóta hátíðarguðsþjónustu í Dómkirkjunni kl. 11 sem verður send út á Rúv. Við munum svo senda hana út á facebook síðu Grafarvogskirkju síðar um daginn.

Kirkjan verður opin á milli 12 og 13 á páskadag fyrir þau sem vilja eiga stund í kirkjunni, kveikja á kertum og njóta helginnar.
Við óskum ykkur öllum gleðilegrar upprisuhátíðar, prestar og starfsfólk Grafarvogskirkju