Grafarvogskirkja verður opin á milli 10 og 14 alla virka daga á meðan samkomubann er í gildi. Ekkert helgihald eða annað starf fer fram í kirkjunni sem útheimtir viðveru sóknarbarna nema útfarir, og verða þær framkvæmdar í fullu samræmi við gildandi reglur um hámarksfjölda og sóttvarnir. Á opnunartíma er svarað í síma kirkjunnar og hægt að koma og eiga hljóða stund í kirkju eða kapellu.

Klukkum kirkjunnar verður hringt á hádegi á hverjum degi.

Streymt verður frá helgistundum á þriðjudögum, fimmtudögum og sunnudögum kl. 12.  Þar munum við halda áfram að biðja fyrir þeim sem eru á okkar bænalista, og áfram er hægt að koma fyrirbænarefnum til presta og starfsfólks kirkjunnar.

Sunnudagshelgistundin verður í samstarfi við Árbæjarkirkju og Guðríðarkirkju, sem eru á samstarfssvæði með Grafarvogi.

Prestar kirkjunnar eru til þjónustu reiðubúnir eins og venjulega. Hægt er að hringja beint í þá eða senda tölvupóst. Sálgæsluviðtöl eru í boði á skrifstofu en einnig bjóðum við upp á viðtöl í síma eða á Facetime eða sambærilegum miðlum.

Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir: GSM 694-8456 – arna@grafarvogskirkja.is

Sr. Grétar Halldór Gunnarsson: GSM 664-6610 – gretar@grafarvogskirkja.is

Sr. Sigurður Grétar Helgason: GSM 859-7677 – sigurdur@grafarvogskirkja.is

Fermingardagar ársins eru eftirfarandi:

Sunnudagurinn 21. júní kl. 11:00.

Sunnudagurinn 28. júní kl. 11:00.

Laugardagurinn 29. ágúst kl. 10:30.

Laugardagurinn 29. ágúst kl. 13:30.

Sunnudagurinn 30. ágúst kl. 10:30.

Sunnudagurinn 30. ágúst kl. 13:30.

Laugardagurinn 5. september kl. 10:30.

Laugardagurinn 5. september kl. 13:30.

Ef einhver eru ekki búin að breyta fermingardögum hvetjum við ykkur til að hafa samband við ritara kirkjunnar og ganga frá nýjum fermingardegi.

Kæru Grafarvogsbúar. Þetta eru undarlegir tímar og mörg ykkar eru áhyggjufull. Nú ríður á að við sýnum hvert öðru umhyggju og samstöðu og við í Grafarvogskirkju viljum leggja okkar af mörkum. Hikið ekki við að hafa samband við okkur ef þið eruð kvíðin og áhyggjufull eða vantar einhverja úrlausn ykkar mála.

Og það er gott að muna að ekkert fær skilið okkur frá kærleika Guðs, og við erum öll í Guðs hendi í öllum aðstæðum lífsins.

Guð geymi ykkur öll!