Í ljósi samkomubanns sem tekur gildi aðfaranótt mánudags teljum við ekki ábyrgt að bjóða upp á helgihald í kirkjunni á sunnudaginn og mun það því falla niður. Allt helgihald (messur, sunnudagaskóli og kyrrðarstundir) fellur einnig niður á meðan samkomubann er í gildi.

Varðandi aðrar athafnir, svo sem jarðarfarir og skírnir, gildi skilyrði samkomubannsins um hámarksfjölda og fjarlægð milli fólks og verður það unnið í samráði við aðstandendur hverju sinni.

Við bendum á að prestar og starfsfólk kirkjunnar er alltaf tilbúið í samtal og sálgæslu og kærleiksþjónusta kirkjunnar fellur ekki niður.