Sunnudaginn 8. mars kl. 11:00 verður fjölskylduguðsþjónusta í Grafarvogskirkju. Leikhópurinn Lotta kemur í heimsókn. Þrjár persónur úr ævintýraskóginum verða með atriði fyrir börn á öllum aldri.

Selmessa verður í Kirkjuselinu kl. 13:00. Séra Grétar Halldór Gunnarsson prédikar og þjónar. Organisti er Hilmar Örn Agnarsson og Vox Populi leiðir söng.

Verið velkomin!