Grafarvogskirkju hefur borist tilboð um smíði orgels frá Aeris Orgona, Búdapest. Um er að ræða ungverskan hágæða orgelsmið sem sérhæfir sig í endursmíði orgela frá ýmsum tímum. Tilboðið hljóðar upp á snemm- rómantískt orgel,  34 radda, staðsett vinstra megin við altarisglugga. Í orgelsjóði eru nú fjármunir upp á ca. 80 % af andvirði hljóðfærisins. Til að ljúka fjármögnun er fyrirhuguð almenn söfnun,  m.a. með því að halda tónleika og  bjóða sóknarbörnum að kaupa pípu í orgelinu auk þess sem hagrætt verður í safnaðarstarfi.

Í tilefni af þessu er boðað til auka-aðalsafnaðarfundar í Grafarvogskirkju þann 18. febrúar kl. 17:30. 

Dagskrá fundarins er:
1. Setning fundar
2. Kosning eins skoðunarmanns reikninga
3. Orgel í Grafarvogskirkju 
Tillaga að orgeli í Grafarvogskirkju kynnt. Að lokinni kynningu verður kosið um hvort Grafarvogssókn fari í það verkefni að kaupa orgel í kirkjuna.
4. Önnur mál

Þátttökurétt hafa íbúar í Grafarvogi sem tilheyra þjóðkirkjunni.