Sóknarpresturinn okkar í Grafarvogssókn sr. Guðrún Karls Helgudóttir verður í námsleyfi á vorönn og mun dvelja í Brisbane í Ástralíu frá janúar byrjun. Hún kemur aftur til starfa eftir sumarleyfi í byrjun júlí. Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir, prestur í Grafarvogssókn mun leysa af sem sóknarprestur á meðan.