Í dag fengum við góðan gest í Grafarvogskirkju. Halldór Reynisson, frá umhverfisnefnd Þjóðkirkjunnar kom til okkar og veitti okkur vottun sem grænn söfnuður. Grafarvogssöfnuður er annar söfnuðurinn á landinu til að fá þessa vottun, og erum við í góðum félagsskap Árbæjarsafnaðar. Auk þess eru fleiri söfnuðir að vinna að þeim markmiðum sem sett hafa verið til að geta talist grænn söfnuður. Við í Grafarvogssöfnuði erum ákaflega stolt af þessu skrefi og viljum leggja okkur fram um að vera umhverfisvæn í öllum okkar störfum og góð fyrirmynd fyrir samfélagið.

Kristín Hákonardóttir, kirkjuvörður og fulltrúi í umhverfisnefnd kirkjunnar tekur við vottun frá Halldóri Reynissyni, ásamt sr. Örnu Ýrr Sigurðardóttur