Sunnudaginn 10. nóvember fögnum við því að Grafarvogssókn er 30 ára og því verður afmælishátíð.

Hátíðin hefst á messu í Grafarvogskirkju kl. 11 þar sem séra Vigfús Þór Árnason prédikar og séra Kristján Björnsson vígslubiskup vísiterar. Prestar safnaðarins þjóna, kór kirkjunnar leiðir söng og Hákon Leifsson er organisti.
Þá verður boðið upp á tvö erindi, annað um sögu safnaðarins og hitt um framtíðarsýn. Erindin flytja vígslubiskupinn í Skálholti og fyrrverandi sóknarprestur safnaðarins.

Sunnudagaskólinn verður á sínum stað á neðri hæð kirkjunnar kl. 11. Umsjón hafa Þóra Björg Sigurðardóttir og Hólmfríður Frostadóttir. Undirleikari er Stefán Birkisson. Hlustum á sögu, syngjum saman og fáum límmiða í kirkjubókina okkar.

Selmessa í Kirkjuselinu kl. 13. Séra Arna Ýrr Sigurðardóttir prédikar og þjónar. Organisti er Hilmar Örn Agnarsson og Vox Populi leiðir söng.

Verið velkomin!