Umhverfismessa verður í kirkjunni kl. 11:00. Dr Jim Antal prédikar í messunni, en hann hefur verið aðgerðarsinni í umhverfismálum frá fyrsta Jarðardeginum árið 1970. Séra Antal starfar innan United Church of Christ (UCC) í Bandaríkjunum sem er framsækin kirkjudeild sem telur milljón fullorðinna einstaklinga í 5000 söfnuðum. Frá 2006 til 2018 var hann leiðtogi kirkjunnar í Massachusetts fylki. Nú starfar hann sem sérstakur ráðgjafi landsleiðtoga UCC í umhverfismálum. Í messunni þjónar einnig séra Arna Ýrr Sigurðardóttir. Organisti er Hákon Leifsson og Kór Grafarvogskirkju leiðir söng. Eftir messuna gefst tækifæri til að ræða við Dr Jim Antal um umhverfismál.

Sunnudagaskóli verður á neðri hæð kirkjunnar kl. 11:00. Umsjón hefur Þóra Björg Sigurðardóttir og Hólmfríður Frostadóttir. Undirleikari er Stefán Birkisson.

Selmessa í Kirkjuselinu kl. 13:00. Séra Guðrún Karls Helgudóttir prédikar og þjónar. Organisti er Hilmar Örn Agnarsson og Vox Populi leiðir söng.