Djúpslökun hefst á nýjan leik í Grafarvogskirkju fimmtudaginn 3. október kl. 17-18. Djúpslökunin kemur síðan til með að vera í kirkjunni í vetur alla fimmtudaga kl. 17-18.

Tímarnir hefjast á léttum æfingum til að undurbúa líkamann fyrir djúpa og góða slökun með kristilegu ívafi. Tímarnir henta bæði þeim sem eru byrjendur í yoga og þeim sem eru lengra komin. Tímana leiðir Aldís Rut Gísladóttir guðfræðingur og yogakennari.

Tímarnir eru gjaldfrjálsir og öll þau sem áhuga hafa eru velkomin.