Sunnudaginn 21. júlí kl. 11:00 verður sameiginlega messa safnaðanna þriggja Grafarvogs-, Árbæjar og Guðríðarkirkju við Reynisvatn.

Gengið verður frá Guðríðarkirkju kl. 10:30, en einnig verður hægt að mæta beint að Reynisvatni við upphaf guðsþjónustu kl. 11.

Tónlistarflutningur verður á vegum Ásbjargar Jónsdóttur og Daníels Helgasonar sem leikur á gítar.

Prestar safnaðanna þriggja þjóna.

Boðið verður upp á veitingar eftir messuna.