Uppstigningardagur 30. maí  kl. 11:00- Dagur eldri borgara

Guðsþjónusta kl. 11:00 þar sem eldri borgurum er sérstaklega boðið að taka þátt. Prestar safnaðarins þjóna fyrir altari og séra Vigfús Þór Árnason prédikar. Karlakór Grafarvogs syngur undir stjórn Írisar Erlingsdóttur. Organisti er Hákon Leifsson.
Útvarpað verður frá guðsþjónustunni.

Safnaðarfélagið og sóknarnefndin bjóða upp á kaffi á eftir.