Á Grafarvogsdaginn, 25. maí, skorar Grafarvogskirkja á alla Grafarvogsbúa að fara út og plokka og taka þátt í #trashtag áskoruninni á Instagram. Hún fer þannig fram að fólk tekur ,,fyrir” mynd af ruslinu áður en það byrjar að plokka, og ,,eftir” mynd af sér með ruslinu í poka, og setur á Instagram undir myllumerkjunum #trashtag og #grafarvogskirkja. Sniðugast er að nota gömul kodda- og sængurver, og spara þannig notkun á plastpokum.