Á Grafarvogsdaginn, laugardaginn 25. maí kl. 13 verður gæludýrablessun í Kirkjuselinu í Spöng. Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir leiðir stundina og Hákon Leifsson leikur undir söng. Öll gæludýr eru velkomin ásamt eigendum og munu fá fyrirbæn og blessun.