Á fimmtudag líkt og aðra fimmtudaga er foreldramorgunn í Kirkjuselinu í Spöng frá kl. 10-12.
Þetta eru morgnar þar sem við eigum góðar stundir saman yfir kaffibolla og annað slagið kemur fyrirlesari til að fræða okkur um hin ýmsu málefni.
Það er auðvelt að koma með vagna því það er góð aðstaða fyrir vagnana á staðnum.

Þið finnið okkur á fésbókinni undir “Foreldramorgnar Grafarvogskirkju í
Spönginni”.

Umsjón með foreldramorgnum hefur Hólmfríður Frostadóttir.

Verið hjartanlega velkomin!