Grafarvogssókn óskar eftir framboðum í kjörnefnd Grafarvogssóknar.

Samkvæmt starfsreglum um val og veitingu prestembætta nr. 144/2016 skal vera kjörnefnd í hverri sókn og hlutverk hennar er að vera til staðar, ef kjósa þarf nýjan prest. Eins tekur kjörnefnd þátt í kjöri á biskupum Þjóðkirkjunnar.

Vegna stærðar hverfisins, eru 29 aðalmenn í kjörnefnd sóknarinnar og allt að 29 varamenn (lámark 11) og er kosið í kjörnefnd á fjögra ára fresti.

Um kjörgengi kjörnefndarmanna gilda sömu reglur og varðandi kjörí sóknarnefnd, frambjóðandi þarf að vera skráður í Þjóðkirkjuna, hafa lögheimili í sókninni, vera orðin 16 ára og má ekki hafa hlotið vígslu til embætta Þjóðkirkjunnar.

Kjör fer fram á aðalsafnaðarfundi Grafarvogssóknar í byrjun maí og er kosið í alla nefndina í einu. Röð í sæti aðal- og varamanna fer eftir fjölda atkvæða.

Ef þú hefur áhuga á að vera í kjörnefnd Grafarvogssóknar, eða hefur spurningar um kjörnefndir og störf þeirra, þá er um að gera að senda póst á formadur@grafarvogskirkja.is sem fyrst.