Að vanda er mikið um að vera í Grafarvogskirkju yfir páskahátíðina. Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir helgihald páskanna.

Pálmasunnudagur 14. apríl

Ferming í Grafarvogskirkju kl. 10:30.
Prestar eru Guðrún Karls Helgudóttir og Grétar Halldór Gunnarsson. Kór Grafarvogskirkju syngur og organisti er Hákon Leifsson.

Sunnudagaskóli í kirkjunni kl. 11:00.
Umsjón hefur Pétur Ragnhildarson og undirleikari er Stefán Birkisson.

Gospelmessa í Kirkjuselinu kl. 13:00.
Séra Guðrún Karls Helgudóttir þjónar. Vox Populi syngur undir stjórn Stefáns Birkissonar

Ferming í Grafarvogskirkju kl. 13:30.
Prestar eru Arna Ýrr Sigurðardóttir og Sigurður Grétar Helgason. Kór Grafarvogskirkju syngur og organisti er Hákon Leifsson.

Mánudagur 15. apríl

Páskabingó í Grafarvogskirkju kl. 19:30
Hið árlega páskabingó Safnaðarfélagsins verður haldið mánudaginn 15. apríl og hefst kl. 19:30. Vinningar eru sem fyrr girnileg páskaegg. Verð á bingóspjöldum kr. 500,- og ekki er tekið við greiðslukortum.

Velkomin öll í bingó!

Skírdagur 18. apríl

Ferming í Grafarvogskirkju kl. 10:30.
Prestar eru Guðrún Karls Helgudóttir og Grétar Halldór Gunnarsson. Kór Grafarvogskirkju syngur og organisti er Hákon Leifsson.

Ferming í Grafarvogskirkju kl. 13:30.
Prestar eru Sigurður Grétar Helgason og Arna Ýrr Sigurðardóttir. Kór Grafarvogskirkju syngur og organisti er Hákon Leifsson.

Skírdagskvöld – Boðið til máltíðar í Grafarvogskirju kl. 20:00

Við minnumst síðustu kvöldmáltíðar Jesú Krists með lærisveinum sínum með því að neyta einfaldrar máltíðar við langborð í kirkjunni. Máltíðin er hluti af messunni. Séra Sigurður Grétar Helgason þjónar. Forsöngvari er Björg Þórhallsdóttir og Hilmar Örn Agnarsson er organisti.

Föstudagurinn langi 19. apríl

Guðsþjónusta í Grafarvogskirkju kl. 11:00.
Séra Arna Ýrr Sigurðardóttir þjónar. Gunnar Kvaran og Björg Þórhallsdóttir syngja. Organisti er Hilmar Örn Agnarsson.

Passíusálmar Hallgríms Péturssonar verða fluttir í heild sinni kl. 13:00 – 18:00.
Kennarar og skólastjórnendur í Grafarvogi annast lesturinn. Hilmar Örn Agnarsson leikur á píanó og Guðrún Karls Helgudóttir sóknarprestur flytur ávarp í upphafi.

Páskadagur 21. apríl

Hátíðarguðsþjónusta í Grafarvogskirkju kl. 08:00.
Séra Guðrún Karls Helgudóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Grafarvogskirkju syngur. Hildigunnur Einarsdóttir syngur einsöng og organisti er Hákon Leifsson. Heitt súkkulaði og hátíðarmorgunverður í boði eftir messuna.

Hátíðarguðsþjónusta á hjúkrunarheimilinu Eir kl. 10:30.
Séra Guðrún Karls Helgudóttir þjónar. Kór Grafarvogskirkju syngur. Einsöngvari er Hildigunnur Einarsdóttir. Organisti er Hákon Leifsson.

Upprisuhátíð í Kirkjuselinu kl. 13:00.
Séra Grétar Halldór Gunnarsson prédikar og þjónar fyrir altari. Vox Populi syngur. Hjörleifur Valsson fiðla og Björg Þórhallsdóttir syngur. Organisti er Hilmar Örn Agnarsson. Léttar veitingar í boði eftir stundina.