Hið árlega páskabingó Safnaðarfélagsins verður haldið mánudaginn 15. apríl. Páskabingó er tilvalið til þess að mæta með allri fjölskyldunni og eiga góða stund saman og ekki skemmir að geta átt von á því að fara heim með vinning. Sr. Guðrún Karls Helgudóttir stjórnar bingóinu af sinni alkunni snilld og hefst fjörið klukkan 19:30 í Grafarvogskirkju. Því miður er ekki hægt að borga með korti en hvert spjald kostar 500kr. Vinningar eru sem fyrr girnileg páskaegg og því um að gera að mæta tímanlega!

Sjáumst hress og kát!