Laugardagurinn 2. mars

Nú á laugardaginn verður þriðji, og jafnframt síðasti, þemadagurinn í fermingarfræðslu hjá okkur. Samveran hefst klukkan 09:00 og líkur um 12:00. Í þetta skiptið er þemað samskipti og verður fjölbreytt dagskrá þar sem tónlist og fræðsla fá að njóta sín. Að ósk Hilmars Arnar Agnarssonar organista hvetjum við þau fermingarbörn sem spila á hljóðfæri, og treysta sér til, að mæta með þau.

Fermingarbörnin fá pizzu áður en þau fara heim.

Við viljum minna á að það er skyldumæting á þemadagana fyrir ferminguna og mikilvægt að láta vita ef forföll verða.