Langar þig að vita meira um drauma? Hvað þú getur gert til að muna draumana þína betur? Hvað það táknar að dreyma Siggu frænku, eða hrörlegt hús? Hvað það merkir að fljúga í draumi eða missa tennur? Eða um drauma í Biblíunni? Þá er opinn fyrirlestur í Grafarvogskirkju eitthvað fyrir þig. Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir flytur, fyrirlesturinn er öllum opinn og ókeypis.