Við minnum á Alfa-kynningarfundinn á morgun, fimmtudaginn 31. janúar, kl. 18.15 í Grafarvogskirkju. Fleiri en 24 milljónir manna í meira en 100 löndum hafa farið á Alfa-námskeið. Þar á meðal eru fjölmargir íslendingar.

Um Alfa
Alfa er 10 vikna námskeið um kristna trú sem hefur farið sigurför um heiminn. Námskeiðið á rætur sínar í Englandi en er í dag haldið í meira en 100 löndum. Fjallað er á einfaldan og þægilegan hátt um innihald kristinnar trúar. Með virkri þátttöku námskeiðsgesta eru mikilvægustu spurningar lífsins skoðaðar, spurningar sem allir spyrja sig einhvern tímann á lífsleiðinni. Umgjörð námskeiðsins er afslöppuð og aðgengileg og ekki eru lagðar kröfur á þátttakendur um viðhorf, skoðanir eða afstöðu. Upplifun hvers og eins af námskeiðinu er ávallt mjög persónuleg. Hver og einn dregur sinn lærdóm.

Praktískar upplýsingar
Um er að ræða 10 skipti. Við hittumst á fimmtudögum kl. 18.15. Hvert kvöld hefst á léttum kvöldverði. Síðan er myndbandskennsla í um 30 mínútur og loks eru umræður í litlum hópum. Námskeiðinu lýkur fyrir kl. 20.00. Alfa námskeiðið er opið fyrir alla. Ekkert kostar á námskeiðið en greiddar eru 10.800 krónur samtals fyrir allar kvöldmáltíðirnar. Námskeiðið hefst formlega fimmtudaginn 31. janúar, kl. 18.15 með kynningarfundi. Á þeim fundi getur fólk tekið lokaákvörðun um skráningu.

Einnig er hægt að skrá sig með því að senda nafn, tölvupóstfang og/eða símanúmer á gretar@grafarvogskirkja.is eða með því að hringja í Grafarvogskirkju í s: 5879070 og veita sömu upplýsingar.

Umsjón
Sr. Grétar Halldór Gunnarsson, prestur í Grafarvogssókn leiðir námskeiðið.