Það er sannarlega mikið um dýrðir í kirkjunni okkar yfir jól og áramót. Fjöldi tónlistarfólks kemur og fyllir kirkjuna af söng og tónlist. Verið öll hjartanlega velkomin!

Grafarvogskirkja joladagskra 2018

Jólatónleikar Kórs Grafarvogskirkju og Barnakórs Grafarvogskirkju 12. desember kl. 19:30. Gestir verða Ágústa Eva Erlendsdóttir, Valdimar Guðmundsson og Sönghópur Suðurnesja. Miðaverð kr 3000.- en frítt fyrir börn yngri en 12 ára.

Jólatónleikar Vox Populi 15. desember kl. 16:00. Gestur veður Elísabet Ormslev og Kammersveit Kjartans Valdimarssonar leikur undir.. Miðaverð kr. 3000, kr. 2000. fyrir eldriborgara og frítt fyrir börn yngri en 12 ára. 

Jólaball og sunnudagaskóli í Grafarvogskirkju 16. desember kl. 11:00.  Dansað verður í kringum jólatréð og jólasveinar koma í heimsókn. Nemendur úr Tónskóla Hörpunnar spila. Umsjón hafa Pétur Ragnhildarson og séra. Sigurður Grétar Helgason.

Jólin eru að koma – Þorláksmessa, 23. Desember kl. 11:00. Kyrrðar- og fyrirbænastund. Séra Arna Ýrr Sigurðardóttir þjónar. Hákon Leifsson er organisti. Heitt súkkulaði og piparkökur eftir stundina.

Aðfangadagur 24. desember
Jólastund barnanna kl. 15:00.
Syngjum saman jólalög, hlustum á sögu og höfum það huggulegt. Umsjón með stundinni hefur Pétur Ragnhildarson. Undirleikari er Stefán Birkisson.
Aftansöngur kl. 18:00 í Grafarvogskirkju. Séra Grétar Halldór Gunnarsson þjónar og prédikar. Einsöngvari er Margrét Eir Hönnudóttir. Auður Hafsteinsdóttir leikur á fiðlu og Sigurgeir Agnarsson leikur á Selló. Kirkjukór- og Barnakór Grafarvogskirkju leiða söng. Organisti er Hákon Leifsson og stjórnandi barnakórsins er Sigríður Soffía Hafliðadóttir.
Aftansöngur kl. 18:00 í Kirkjuselinu í Spöng. Séra Guðrún Karls Helgudóttir þjónar og prédikar. Einsöngvari er Elmar Gilbertsson. Vox Populi leiðir söng. Organisti er Hilmar Örn Agnarsson.
Miðnæturguðsþjónusta í Grafarvogskirkju kl. 23:30. Séra Sigurður Grétar Helgason þjónar. Kammerkór Grafarvogskirkju syngur og organisti er Hákon Leifsson.

Jóladagur 25. desember
Hátíðarguðsþjónusta kl. 14:00. Séra Arna Ýrr Sigurðardóttir þjónar og prédikar. Einsöngvari er Magnea Tómasdóttir. Kór Grafarvogskirkju syngur og organisti er Hákon Leifsson.
Hátíðarguðsþjónusta á Hjúkrunarheimilinu Eir kl. 15:30. Séra Arna Ýrr Sigurðardóttir prédikar og þjónar. Einsöngvari er Magnea Tómasdóttir. Kór Grafarvogskirkju leiðir söng og organisti er Hákon Leifsson.
Annar í jólum 26. desember
Guðsþjónusta kl. 11:00. Séra Sigurður Grétar Helgason þjónar og prédikar.
Barnakór Grafarvogskirkju syngur undir stjórn Sigríðar Soffíu Hafliðadóttur. Organisti er Hákon Leifsson.

Gamlársdagur 31. desember
Aftansöngur kl. 18:00. Séra Sigurður Grétar Helgason prédikar og þjónar. Einsöngvari er Sigrún Hjálmtýsdóttir, Diddú. Kór Grafarvogskirkju syngur og organisti er Hákon Leifsson.

Nýársdagur 1. janúar
Hátíðarguðsþjónusta kl. 14:00. Séra Guðrún Karls Helgudóttir prédikar og þjónar. Einsöngvari er Hallveig Rúnarsdóttir. Kór Grafarvogskirkju syngur og organisti er Hákon Leifsson.

Frímúraramessa 6. janúar
Hin árlega Frímúraramessa verður kl. 11:00 í Grafarvogskirkju 6. janúar 2018. Séra Vigfús Þór Árnason þjónar. Organisti er Hilmar Örn Agnarsson.