Fjölskylduguðsþjónusta verður í Grafarvogskirkju klukkan 11:00. sr. Grétar Halldór Gunnarsson ásamt Pétri Ragnhildarsyni leiða stundina. Nemendur úr Tónlistarskóla Grafarvogs spila. Undirleikari er Stefán Birkisson.

Sunnudagaskólinn er í þetta sinn uppi í fjölskylduguðsþjónustunni og er gengið inn að ofan.

Selmessa verður í Kirkjuselinu Spöng klukkan 13:00. sr. Sigurður Grétar Helgason þjónar. Nemendur úr Tónskóla Hörpunnar koma og spila fyrir okkur. Vox Populi syngur og undirleikari er Hilmar Örn Agnarsson.

Aðventuhátíð í Grafarvogskirkju verður í kirkjunni klukkan 20:00. Barnakórinn, Kirkjukórinn og Vox Populi syngja og fermingarbörn taka þátt. Guðrún Eva Mínervudóttir rithöfundur kemur og flytur okkur hugleiðingu.