Stuðningshópur fyrir syrgjendur hefst 25. október í Grafarvogskirkju með kynningu og umfjöllun um sorg og sorgarviðbrögð. Í kjölfarið hittist hópurinn í fjögur skipti þar sem farið verður yfir sorgarferlið og þær tilfinningar sem kvikna við ástvinamissir. Stuðningshópurinn veitir kjörið tækifæri til þess að fá stuðning og styrk frá öðrum sem eru í svipuðum aðstæðum.

Umsjón hafa séra Guðrún Karls Helgudóttir og séra Sigurður Grétar Helgason. Nánari upplýsingar og skráningu er hægt að fá í síma 587 9070 og/eða á netfangið grafarvogskirkja@grafarvogskirkja.is

 

Annað efni sem gæti verið nytsamlegt er vefsíðan www.missir.is sem á erindi til allra þeirra sem vilja leita sér hjálpar á erfiðum stundum með því að lesa um reynslu og viðbrögð annarra við svipaðar aðstæður. Á vefnum má finna skrá yfir bækur og tímaritsgreinar um sjúkdóma, slys, dauða og áföll af ýmsu tagi. Ný dögun, samtök um sorg og sorgarviðbrögð, bjóða einnig regulega upp á stuðningshópa fyrir syrgendur. Sjá hér.