Guðsþjónusta, sunnudagaskóli og Selmessa

//Guðsþjónusta, sunnudagaskóli og Selmessa

Guðsþjónusta í Grafarvogskirkju kl. 11:00. Séra Sigurður Grétar Helgason og séra Grétar Halldór Gunnarsson þjóna. Fermingarbörnum úr Keldu-, Vætta og Rimaskóla og foreldrum þeirra er sérstaklega boðið. Pálínuboð, þar sem allir leggja eitthvað til, og fundur með foreldrum fermingarbarna er á eftir guðsþjónustunni. Kór Grafarvogskirkju leiðir söng og organisti er Hákon Leifsson.

Sunnudagaskóli á neðri hæð kirkjunnar kl. 11:00. Dans, söngvar, sögur og límmiðar. Pétur Ragnhildarson hefur umsjón.

Selmessa í Kirkjuselinu í Spöng kl. 13:00. Séra Sigurður Grétar Helgason þjónar. Vox Populi heldur upp á tíu ára afmæli og leiðir söng og organisti er Hilmar Örn Agnarsson. Gamlir félagar Vox Populi koma aftur og syngja með kórnum. Eftir messu verður afmæliskaffi.

Verið öll hjartanlega velkomin!

By |2018-09-04T13:23:41+00:004. september 2018 | 13:23|