Sjómannadagsmessa og gæludýrablessun sunnudaginn 3. júní

//Sjómannadagsmessa og gæludýrablessun sunnudaginn 3. júní

Sjómannadagsmessa

Helgistund við Naustið kl. 10:00. Séra Arna Ýrr Sigurðardóttir leiðir stundina og félagar úr Björgunarsveitinni Ársæli koma siglandi inn voginn og taka þátt.

Messa kl. 11:00 í Grafarvogskirkju. Séra Arna Ýrr Sigurðardóttir þjónar og Kór Grafarvogskirkju syngur undir stjórn Hákonar Leifssonar. Gísli Vigfús Sigurðsson, fulltrúi Landsbjargar flytur ávarp.

 

Gæludýrablessun í Kirkjuselinu sunnudaginn 3. júní kl. 13:00.

Séra Arna Ýrr Sigurðardóttir og Maltese tíkin Sansa bjóða öll gæludýr ásamt eigendum velkomin til helgistundar í Kirkjuselinu. Við syngjum um vorið og dýrin, og biðjum fyrir fólki og dýrum. Við hlökkum til að sjá sem flest gæludýr!

By |2018-06-01T10:15:51+00:0030. maí 2018 | 11:32|