Siglfirðingamessa

//Siglfirðingamessa

Siglfirðingamessa sunnudaginn 27. maí kl. 14 í Grafarvogskirkju – Hátíðarguðsþjónusta í tilefni af 100 ára kaupstaðarafmæli Siglufjarðar. Séra Vigfús Þór Árnason prédikar og þjónar fyrir altari ásamt siglfirsku prestunum séra Arnfríði Guðmundsdóttur prófessor við Háskóla Íslands, séra Kjartani Erni Sigurbjörnssyni sjúkrahúspresti og séra Díönu Ósk Óskarsdóttur sjúkrahúspresti. Einnig þjóna séra Eysteinn Orri Gunnarsson sjúkrahúsprestur og Snævar Jón Andrésson guðfræðinemi. Ritningarlestrar: Hermann Jónasson, Rakel Björnsdóttir, Kristján L. Möller og Jónas Skúlason. Kór Grafarvogskirkju syngur undir stjórn Hákons Leifssonar. Einsöngur: Hlöðver Sigurðsson.

Siglfirðingakaffi eftir messu og hátíðardagskrá kl. 16 þar sem Kristján L. Möller fyrrverandi ráðherra og alþingismaður flytur ræðu.

Dagskrá fyrir börnin kl. 16 á fyrstu hæð kirkjunnar – leikritið Karíus og Baktus verður sýnt.

By |2018-05-23T11:33:37+00:0023. maí 2018 | 11:33|