Guðsþjónustur og uppboð á jólakúlum

//Guðsþjónustur og uppboð á jólakúlum

Messa kl. 11:00 í Grafarvogskirkju. Séra Grétar Halldór Gunnarsson prédikar og þjónar. Tónlistaratriði frá Tónlistarskólanum í Grafarvogi. Kór Grafarvogskirkju leiðir söng og organisti er Hákon Leifsson. Eftir messu verður verðulaunaafhending og uppboð á jólakúlunum sem sendar voru inn í jólakúluhönnunarkeppni Grafarvogskirkju. Ágóðinn af uppboðinu rennur til Píeta Ísland, sjálfsvígsforvarnarsamtök.

Sunnudagaskóli verður á neðri hæð kirkjunnar kl. 11:00. Brúðuleikhús, söngvar, sögur og límmiðar.Umsjón hafa Þóra Björg Sigurðardóttir og Hólmfríður Frostadóttir. Undirleikari er Stefán Birkisson.

Selmessa í Kirkjuselinu kl. 13:00. Séra Arna Ýrr Sigurðardóttir prédikar og þjónar. Tónlistaratriði frá Tónskóla Hörpunnar. Vox Populi syngur og organisti er Hákon Leifsson. 

Hér fyrir neðan má sjá allar kúlurnar í keppninni. 

By |2017-12-12T13:06:38+00:006. desember 2017 | 13:03|