Jólafundur Safnaðarfélagsins 4. desember

//Jólafundur Safnaðarfélagsins 4. desember

Jólafundur Safnaðarfélagsins verður haldinn í Grafarvogskirkju  mánudaginn 4. desember og hefst kl. 19:00. Fundurinn verður með nokkuð óhefðbundnum hætti. Við ætlum að bjóða upp á jólamat með brasilísku ívafi (á kostnaðarverði, aðeins kr. 2000,-), jólalega tónlist og notalegheit. Ragnar Ingi Aðalsteinsson, Grafarvogsskáld, ætlar að lesa úr Gamanvísnabókinni sinni sem kom út núna fyrir jólin. Við biðjum ykkur að skrá ykkur sem fyrst, t.d. á facebook síðu Safnaðarfélagsins, og ekki seinna en föstudaginn 1. desember. Hægt er að greiða beint inn á reikning Safnaðarfélagsins 0324-26-1155, kt. 450692-2049 en einnig er hægt að greiða þegar komið er á staðinn. Athugið að við erum ekki með posa.

Verið velkomin!

By |2017-11-28T10:32:30+00:0028. nóvember 2017 | 10:32|