Að ná áttum og sáttum hefst í Grafarvogskirkju 19. október kl. 19:30

//Að ná áttum og sáttum hefst í Grafarvogskirkju 19. október kl. 19:30

Stuðningshópur fyrir fólk sem hefur gengið í gegnum skilnað eða sambúðarslit.
Fyrsta kvöldið 19. október verður kynning á skilnaðarnámskeiðinu og í kjölfarið getur fólk skráð sig í hóp sem hittist fjórum sinnum í kirkjunni og vinnur með tilfinningar er tengjast skilnuðum og sorg.

Umsjón hefur séra Guðrún Karls Helgudóttir sóknarprestur og hægt er að skrá sig með tölvupósti hjá grafarvogskirkja@grafarvogskirkja.is eða í síma 6973450.

Námskeiðið kostar ekkert.

Velkomin!

By |2017-10-16T17:52:23+00:0016. október 2017 | 15:26|