Vox Populi, ásamt kórum frá Spáni og Póllandi vinna saman í verkefni sem kallast ,,Three Sides of Music“.

Kórinn frá Katalóníu heitir ART-getnum vocal ensemble og kórinn frá Póllandi heitir Mixed choirs of the Institute of Music UZ.

Kórarnir ætla að halda tónleika í Grafarvogskirkju mánudaginn 2. október kl. 20:00. Efnisskráin verður fjölbreytt og syngja kórarnir að mestu saman. Á efnisskránni eru kórperlur frá ýmsum löndum sem kórarnir hafa æft saman síðasta árið. 

Stjórnendur kóranna eru Hilmar Örn Agnarsson, Lucia Beresova og Iwona Wisniewska-Salamon.

Frítt er inn á tónleikana.