Börnunum sem hafa sótt barnastarfið í Grafarvogskirkju í vetur var boðið að koma með í óvissuferð síðastliðinn þriðjudag. Ferðinni var heitið í Vatnaskóg og þar mikið fjör. Við fórum meðal annars í skógarferð, út á mótorbát og í hoppukastala svo eitthvað sér nefnt. Og að lokum fengum við síðan pítsu í kvöldmat áður en haldið var aftur heim. Ferðin heppnaðist mjög vel og var einstaklega skemmtileg. Við erum þakklát fyrir öll þau börn sem hafa sótt starfið í vetur og óskum við þeim gleðilegs sumar.

Nú er hefðbundna barnastarfið í Grafarvogskirkju komið í sumarfrí en starfið hefst aftur í september. Hægt er að fylgjast nánar með því hér á heimasíðunni þegar nær dregur.