Sigmundur Davíð GunnlaugssonSl. 10 ára hafa ráðherrar og þingmenn lesið Passíusálmana í Grafarvogskirkju alla virka daga föstunnar. Fyrsti lesturinn verður á öskudag, miðvikudaginn 18. febrúar og hefst kl. 18. Það er forsætisráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sem byrjar. Boðið er upp á kaffi og kleinur að loknum lestri og eru allir velkomnir.