Á fyrsta fundi vetrarins, mánudaginn 6. október kl. 20:00, mun Ásdís Olsen (B.Ed. og MA) kynna fyrir okkur Mindfulness, sem fer nú sem eldur um sinu um hinn Vestræna heim og er mest rannsakað viðfangsefni félagsvísinda á síðasta ári.

TimeMindfulness hefur verið kallað núvitund eða gjörhygli á íslensku, en má einnig lýsa sem aðferð til að temja hugann og virkja þau svæði í heilanum sem m.a. hafa að gera með vellíðan, sjálfsvinsemd, tengsl og kærleika.  Ásdís hefur stundað Mindfulness í meira en 10 ár, en hún lauk kennaranámi í Mindfulness frá Bangor háskóla í Bretlandi og hefur áralanga reynslu af að kenna núvitund við Háskóla Íslands, á vinnustöðum og á námskeiðum fyrir almenning.

Nánari upplýsingar um Mindfulness má finna á heimasíðunni www.hamingjuhusid.is.

Eins og áður eru fundir Safnaðarfélagsins öllum opnir og þátttakendum að kostnaðarlausu en til að fjármagna starf félagsins bjóðum við kaffi og afar girnilegt kaffihlaðborð fyrir kr. 800,-

Við vonum að sem flestir nýti sér þetta tækifæri til að fræðast um aðferðir sem geta haft jákvæð áhrif á líðan og heilsu og eiga í leiðinni notalega kvöldstund í góðra félaga hópi. Við hvetjum ykkur til að láta sem flesta vini, vandamenn og kunningja vita af fundinum og hlökkum til að sjá ykkur.

Stjórnin