VatnaskógurKæru fermingarbörn og foreldrar!

Nú styttist í að farið verði í fermingarferðalag í Vatnaskóg.  Við leggjum af stað frá skólanum ykkar miðvikudaginn 1. október kl. 8:00 að morgni og komum heim um hádegisbil daginn eftir.

Foreldrar eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við skólann og biðja um leyfi fyrir fermingarbarnið þessa daga.

Kostnaður fyrir hvert fermingarbarn er 6.000,- kr. en annan kostnað greiðir söfnuðurinn og prófastsdæmið.  Börnin eru vinsamlega beðin um að koma með peninginn í merktu umslagi og afhenda presti. Ef þið hafið ekki ráð á að leggja út fyrir þessari ferð þá bið ég ykkur vinsamlegast að skrifa skilaboð og leggja í umslag og við aðstoðum við greiðsluna.

Ef einhver ætlar ekki með í ferðina er viðkomandi vinsamlegast beðinn um að láta okkur vita sem allra fyrst svo hægt sé að gefa starfsfólki í Vatnaskógi sem nákvæmastar upplýsingar um fjölda.

Engin fermingarfræðsla verður vikuna sem við förum í Vatnaskóg þ.e. þriðjudaginn 30. sept. og fimmtudaginn 2. okt.

Ef einhverjir foreldrar hafa tök á að fara í ferðina með okkur þá er öll aðstoð vel þegin J

Upplýsingar um dagskrá og nauðsynlegan fatnað (1 – 2. október 2014)

Með kveðju,
prestar Grafarvogssafnaðar

Upplýsingar: