Nú er hefðbundna barna- og unglingastarfið komið í sumarfrí. Börn og ungmenni í kirkjustarfinu nutu góðs af góða veðrinu í maí og voru mikið úti með fundi. Hér til hliðar má sjá mynd frá næst-síðasti fundinum í unglingastarfinu.photo 1(1)

Öll börn á aldrinum 6-12 í kirkjustarfinu stóð til boða í haust að fara í vorferð í Vatnaskóg. Ferðin var vel sótt og skemmtu allir sér konunglega. Myndir frá vorferðinni eru komnar inn í myndasafnið hér á heimasíðunni undir „æskulýðsstarf“.

Nú eru ævintýranámskeiðin hafin og verða þau í 4 vikur í sumar. Námskeiðin fara vel af stað og ævintýrin gerast hér í kirkjunni og nágrenni á hverjum einasta degi. Það eru ævintýralegir og skemmtilegir tímar framundan.Picture 072