reykholtMessuferðin fellur niður vegna ónógrar þátttöku og annarra ferða. 

Farið verður í dagsferð með Safnaðarfélagi Grafarvogskirkju sunnudaginn 11. maí, lagt verður af stað kl. 09.30 frá Grafarvogskirkju og haldið verður sem leið liggur að Bæ í Borgarfirði. Þar mun sr. Flóki Kristinsson segja okkur frá sögu þessarar merkilegu kirkju en þar var stofnað fyrsta klaustur á Íslandi um 1030. Boðið verður upp á súpu og kaffi í Fossatúni en síðan verður ekið í Reykholt og munum við taka þátt í messu í Reykholtskirkju kl. 14.00. Kaffisopi verður á Hótel Reykholti en síðan verður ekið að Hvanneyri þar sem dr. Bjarni Guðmundson segir frá staðnum og veitir leiðsögn um Landbúnaðarsafnið. Komið verður til baka um kl. 19.00.

Þáttökugjald er 4.600 kr á mann (hádegisverður, kaffi, leiðsögn og rútuferð innifalið)

Tilkynnið þátttöku í síma Grafarvogskirkju 587-9070 eða til Bergþóru í síma 824-1958 í síðasta lagi fimmtudaginn 8. maí.