Vox PopuliGuðsþjónusta kl. 11.00

Séra Petrína Mjöll Jóhannesdóttir prédikar og þjónar fyrir altari.

Söngjelagið syngur.

Organisti: Hilmar Örn Agnarsson.

Sunnudagaskóli kl. 11.00 á neðri hæð kirkjunnar

Prestur séra Vigfús Þór Árnason.

Umsjón hefur Þóra Björg Sigurðardóttir.

Undirleikari: Stefán Birkisson.

5 ára afmælistónleikar Vox Populi kl. 17

Kórinn var stofnaður 9. sept 2008 og er þetta því fimmta starfsárið okkar. Í tilefni þess ætlum við að halda flotta tónleika sunnudaginn 9. mars kl 17 í Grafarvogskirkju.

Kórmeðlimir völdu sín uppáhaldslög, bæði ný og gömul, til að syngja á tónleikunum. Þið eigið því eflaust eftir að kannast við nokkur, þið sem hafið fylgt okkur í gegnum árin. 🙂

Aðgangseyrir er 2500, frítt fyrir 12 ára og yngri. Borgað við innganginn.

Einsöngvarar koma úr röðum kórsins, Tríó Kjartans Valdemarssonar spilar undir og stjórnandi er að sjálfsögðu hann Hilmar Örn Agnarsson.

Endilega deilið viðburðinum hjá ykkur og bjóðið fullt af fólki. Fjölmennum á þessa frábæru tónleika 🙂

Lofum syngjandi skemmtun!