konur_eru_konum_bestarNú er komið að framhaldi af hinu sívinsæla sjálfsstyrkingarnámskeiði Konur eru konum bestar sem haldið hefur verið innan Þjóðkirkjunnar í fjöldamörg ár. Námskeiðið verður í Grafarvogskirkju þriðjudagskvöldin  4. og 11. mars næstkomandi frá kl. 19-22 (gengið inn hjá bókasafninu).

Á námskeiðinu er fjallað um leiðir til sjálfsstyrkingar, tilfinningar, samskipti, mörk og markmiðasetningu og sögur Biblíunnar notaðar til þess að varpa ljósi á viðfangsefnið.

Námskeiðið er opið öllum konum 18 ára og eldri og kostar 3000 krónur.

Leiðbeinandi er sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir.

Skráning á námskeiðið er í gegnum tölvupóst á netfangið: srpetrina@grafarvogskirkja.is