549770_10200980409017313_640589488_n

Fermingin – og hvað svo ?

Samvera með foreldrum fermingarbarna
fimmtudaginn 13. febrúar kl. 17:30 – 19:00
í Grafarvogskirkju

Grafarvogskirkja, í samstarfi við Safnaðarfélag Grafarvogskirkju og Grósku í Grafarvogi boðar til samveru með foreldrum fermingarbarna 13. febrúar þar sem fjalla á um mikilvægi foreldra í uppeldi barna sinna og hvað er mikilvægt að hafa í huga þegar börnin komast á unglingsár.

Dagskrá:
Guðrún Halla Jónsdóttir, félagsráðgjafi í Miðgarði, þjónustumiðstöð Grafarvogs og Kjalarness, fjallar um  mikilvægi umhyggju, aðhalds og eftirlits foreldra, hversu mikilvægt er fyrir foreldra að  sleppa ekki tökunum en styðja börnin til að axla meiri ábyrgð.

Brynhildur Jensdóttir, fíkniráðgjafi hjá Foreldrahúsi, ræðir um ýmsar áskoranir sem foreldrar unglinga standa frammi fyrir í nútímasamfélagi og viðhorf unglinga til kannabisreykinga.

Guðrún Dóra Bjarnadóttir, geðlæknir, fjallar um áhrif kannabisefna á andlega og líkamlega heilsu ungs fólks til lengri eða styttri tíma.

Umræður og fyrirspurnir   Eftirmiðdagshressing og kaffisopi  – Vinsamlegast tilkynnið þátttöku á netfangið bergtora.vals@gmail.com

Vonumst til að sjá ykkur sem allra flest!

Prestarnir, stjórn Safnaðarfélagsins og Gróska í Grafarvogi

[/fusion_builder_column][/fusion_builder_row][/fusion_builder_container]