christmas_lightsAðventan og jólin eru erfiður tími þegar ástvinur hefur fallið frá. Undanfarin ár hafa Landspítalinn, Þjóðkirkjan og Ný dögun, samtök um sorg og sorgarviðbrögð efnt til samveru á aðventunni sem er sérstaklega hugsuð til að styðja syrgjendur á þessum erfiða tíma í sorgarhúsi.

Að þessu sinni verður samvera á aðventu fyrir syrgjendur í Grafarvogskirkju fimmtudaginn 12. desember n.k. og hefst kl 20.  Þar verða sungnir jólasálmar og Kór Menntaskólans í Hamrahlíð flytur jólalög undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur. Sr. Sigfinnur Þorleifsson sjúkrahúsprestur flytur hugvekju og þá verður minningarstund þar sem samkomugestir geta tendrað ljós og minnst látinna ástvina. Samveran er túlkuð á táknmál.
Á eftir verður boðið upp á léttar veitingar.
Velkomin!