jol-i-sorgEins og venjulega er mikið um að vera í Grafarvogskirkju á aðventunni og fjöldi tónleika verða í kirkjunni.

30. nóvember kl. 17

Yfir bænum heima. Karlakór Grafarvogs og Rangæinga ásamt Ragga Bjarna.

5. desember kl. 18 og 21

Jólin alls staðar – Greta Salóme.

Þau Greta Salóme, Heiða Ólafs, Jógvan og Friðrik Ómar koma fram ásamt einvala liði hljóðfæraleikara og barnakórum.

7. desember kl. 16

Kór Grafarvogskirkju – Vox Populi – Stúlknakór Reykjavíkur

Gestir: Sigríður Thorlacius – Guðmundur Óskar Guðmundsson og Hljómsveitin Ylja

8. desember kl. 17 og 21

Hera Björk

11. desember kl. 17 og 18

Jólatónleikar Tónskóla Hörpunnar

13. desember kl. 17

Jólatónleikar Tónskóla Hörpunnar

14. desember kl. 10-15

Jólatónleikar Tónskóla Grafarvogs

14. desember kl. 17 og 15. desember kl. 18

Söngfjelagið og góðir gestir syngja inn jólin

Jólatónleikar Söngfjelagsins verða haldnir í Grafarvogskirkju 14. og 15. desember.

Á efnisskránni verða þekkt og sígild jólalög í bland við nýrri tónlist frá ýmsum löndum.
Frumflutt verður nýtt jólalag eftir Hreiðar Inga Þorsteinsson tónskáld, sem samið var fyrir Söngfjelagið af þessu tilefni.
Gestir Söngfjelagsins eru að þessu sinni kórinn Vox Populi og tríóið Mr Norrington, einsöngvararnir Björg Þórhallsdóttir sópran, Kristjana Arngrímsdóttir alt og Ragnheiður Gröndal, ásamt kammersveit skipuð einvala hljóðfæraleikurum.
Stjórnandi er Hilmar Örn Agnarsson.

Tónleikarnir laugardaginn 14. desember hefjast kl. 17 en á sunnudeginum 15. desember kl. 18.

Miðasala á Midi.is. Miðaverð 3.500 kr.

16. desember kl. 17

Jólatónleikar Tónskóla Hörpunnar