Haustfundur Safnaðarfélags Grafarvogskirkju mánudaginn 7. október 2013 kl. 20:00

grafarvogskirkja_appleÓhætt er að fullyrða að því sem næst allar íslenskar stórfjölskyldur hafi stjúpfjölskyldu innan sinna vébanda. Þær áskoranir sem stjúpfjölskyldur standa frammi fyrir snerta því mjög marga. Stjórn Safnaðarfélagsins þykir vel við hæfi að hefja vetrarstarfið á fræðslu og umræðu um þennan mikilvæga málaflokk.

,,Áskoranir stjúpfjölskyldna – uppbyggileg viðbrögð“ – Valgerður Halldórsdóttir, félagsráðgjafi, MA verður með framsögu, tekur þátt í umræðum og svarar fyrirspurnum. Valgerður er brautryðjandi og sérfræðingur í málefnum stjúpfjölskyldna. Hún er jafnframt höfundur bókarinnar Hver er í fjölskyldunni? – Skilnaðir og stjúptengsl.

Eins og áður er dagskrá Safnaðarfélagsins öllum opin og þátttakendum að kostnaðarlausu en til að fjármagna starf félagsins bjóðum við kaffi og afar girnilegt kaffihlaðborð á vægu verði.

Við vonum að sem flestir nýti sér þetta tækifæri til að fræðast um málefni sem varðar okkur öll og eiga í leiðinni notalega kvöldstund saman í góðra félaga hópi. Við hvetjum ykkur til að láta sem flesta vini, vandamenn og kunningja vita af fundinum og hlökkum til að sjá ykkur.

Stjórnin