togariSjómannadagurinn er næsta sunnudag 2. júní og er að sjálfsögðu haldið upp á hann í Grafarvogskirkju.

Bænastund er við Voginn kl. 10.30

Þar standa fulltrúar frá Landsbjörg heiðursvörð og Brassband Reykjavíkur spilar sjómannalög undir stjórn Jóhanns Björns Ævarssonar.

Sjómannamessa í Grafarvogskirkju kl. 11.00

Séra Vigfús Þór Árnason þjónar fyrir altri.
Þorvaldur Halldórsson annast tónlistina.
Fyrrverandi sjómaður  Valgeir Hallvarðsson  prédikar og sjómenn annast ritningarlestra.

Kaffi og kleinur, að sjómanna sið, eftir messu.