Tónleikar í Grafarvogskirkju fimmtudaginn 9. maí kl. 20:00.

norgeGestakórinn frá Noregi, undir stjórn Jelenu Zlatarov-Marčetić, flytur kórlög eftir Edvard Grieg (norskt tónskáld) og Stevan Stjojanović Mokranjac (ortódox messa). Þar að auki flytja Knut Stiklestad, bassi, og Jelena Zlatarov Marčetić, píanóleikari, verk eftir Edvard Grieg.

Á tónleikunum koma einnig fram Söngfjelagið, undir stjórn Hilmars Arnar Agnarssonar, og kór Grafarvogskirkju undir stjórn Hákons Leifssonar. Þau flytja m.a. íslensk kórlög tileinkuð vorinu eftir Atla Heimi Sveinsson, Gunnar Reyni Sveinsson, Jón Ásgeirsson og Gunnstein Ólafsson.

Auk þessara verka munu kórarnir  flytja saman kórlög eftir Knut Nystedt og Jón Ásgeirsson.

Aðgangur er ókeypis.