sumar_2011_43Hittumst í Gufunesi (nálægt innkeyrslunni á athafnasvæði Sorpu) kl 08:30 sunnudaginn 14. apríl og göngum sem leið liggur undir Gufuneshöfða í átt að Grafarvogskirkju (4 km). Þar verðum við með smá helgunarhugleiðingu undir berum himni og þau sem kjósa geta tekið þátt í fermingarmessu kl 10:30.

Þeir sem vilja lengri göngu og lengri útiveru ganga sem leið liggur upp að Korpu, Egilshöll, Gorvík, Eiðsvík (7 km) þar sem við endum gönguna með stuttri tíðagjörð. Vonumst við til að sjá sem flesta, en þrátt fyrir pínu kulda, lætur nú vorið aldeilsi á sér kræla með björtu og fallegu veðri.  Í pílagrímagöngu gefst tækifæri til að hugleiða, biðja og tengjast sköpunarverki Guðs með einstökum hætti, nokkuð sem er dásamlegt að upplifa þegar vorið er að berjast fyrir sumrinu.