NumiBarninu ykkar, er boðið með fjölskyldu sinni til þemaguðsþjónustu í hátíðarsal Borgarholtsskóla sunnudaginn 20. janúar, kl. 17:00.

Barnastarfi kirkjunnar er ætlað að vera útrétt hönd til að styðja foreldra í trúaruppeldi.  Hluti af því uppeldi er varðveisla líkama barnsins og lífs, enda segir í ritningunni að líkami okkar sé musteri heilags anda.  Við eigum aðeins þetta eina líf og viljum kenna börnum okkar að fara vel með það.  Einmitt þess vegna er þema guðsþjónustunnar:  ,,Einn líkami, eitt líf”.

Af því tilefni hefur Grafarvogssöfnuður fengið Brúðuleikhús Helgu Steffensen til að heimsækja okkur og setja upp forvarnasýninguna Númi á ferð og flugi sem byggð er á bókinni Númi og höfuðin sjö eftir Sjón. Við vonum að þið sjáið ykkur fært að koma með börnum ykkar og njóta uppbyggjandi síðdegis í hátíðarsal Borgarholtsskóla.

Þá hefur stelpuklúbbur Grafarvogskirkju staðið í ströngu við brjóstsykursgerð og munu þær selja molana á staðnum.  Pokinn fæst fyrir kr. 300 og mun allur ágóði renna í sjóð til styrktar ,,Einstökum börnum”.  Verkefnið er liður í kærleiksþjónustu kirkjunnar.Brjóstsykur(6)

Kær kveðja,
Lena Rós Matthíasdóttir, prestur og
Þóra Björg Sigurðardóttir, æskulýðsfulltrúi.