Sunnudagskvöldið 16. desember kl. 20:00 verða flutt tvö erindi um ástina í Grafarvogskirkju.

,,Sporin sem mér voru ætluð“
Lena Rós Matthíasdóttir, prestur, fjallar um kærleikann sem kjarna allrar velferðar.  Einnig fjallar erindi hennar um brúarsmíði ástarlífsins, gildakerfi og lífsstíl sem þarf að bera okkur alla leið.   Erindið byggir á kenningum Roberts Greenleaf um Þjónandi forystu úr bók hans, Servant as a Leader.

,,Listin að elska, gefa og þiggja á heilbrigðan og einlægan hátt“
Anna Margrét Skúladóttir, sálfræðingur, fjallar um jákvæð samskipti og vellíðan og hvernig samspil væntinga og vonbrigða geta haft bein áhrif á líðan okkar.  Erindið byggir á jákvæðri sálfræði og kenningum um hamingjuna, ens. Authentic Happiness  í anda sálfræðingsins Martins Seligman.

Súkkulaði og síder, servíettur og rósir, kertaljós og kósý, seiðandi tónlist og eldheit ástarljóð á mjúkum sófabeðum.  Huggulegra verður það varla!  Stundin er öllum opin og aðgangur ókeypis.