Pílagrímahópurinn ,,Pílagrímar á sunnudögum’’ verður stofnaður í minningareit um Maríukirkjunna í Gufunesi, sunnudaginn 28. október kl. 08:00.  Boðið verður upp á þrjár mismlangar göngur sem allar enda við Grafarvogskirkju.   Hópurinn er öllum opinn og mun standa fyrir pílagrímagöngum einu sinni í mánuði og stefnir á pílagrímagöngu frá Þingvöllum í Skálholt á sumri komanda.   Þá munu pílagrímarnir einnig heimsækja nágrannakirkjur og e.t.v. slást í för með pílagrímahópum í nágrannasveitum eftir því sem tilefni og áhugi gefst til.  

Stofnaður hefur verið Fésbókarhópurinn: ,,Pílagrímar á sunnudögum’’ um viðburði á vegum hópsins.

Tilhögun fyrstu pílagrímagöngunnar (október) Gufunes – Grafarvogskirkja er þessi:

08:00 mæting á bílastæði Grafarvogskirkju til að fylla í bíla
08:10 lagt af stað með bíl í Gufunes á minningarreit Maríukirkjunnar, einnig hægt að fara beint að heiman.
08:15 tíðagjörð á minningarreit Maríukirjunnar í Gufunesi
08:30 lagt af stað í göngu, – þrír eftirfarandi leggir að vali:

Langur leggur (11 km):  Gufunes – Gorvík- Korpuós – Korpa – Keldnaholt – Keldur – Grafarvogur – Grafarvogskirkja, u.þ.b. 11 km.

Miðlungs leggur (7 km):  Gufunes – Gorvík – Egilshöll – Hallsvegur – Dalhús – Grafarvogur – Grafarvogskirkja, u.þ.b. 7 km.

Stuttur leggur (4 km):  Gufunes – Gufuneshöfði/Dofri – Gullinbrú – Grafarvogur – Grafarvogskirkja, u.þ.b. 4 km.

10:45 safnast saman við Grafarvogskirkju, – sunginn pílagrímasálmur og bæn.
11:00 Guðþjónusta í Grafarvogskirkju.
11:45-12:00 Eftir Guðþjónustu staldrað við í kaffi og safnað í bíl fyrir bílstjóra þeirra bíla sem eftir voru í Gufunesi.