Fimmtudagskvöldin kl. 20:00 á neðri hæð kirkjunnar (gengið inn hjá bókasafninu) verða helguð fræðslu um samtal vísinda og trúar.  Markmið erindanna er að gefa fólki kost á að skoða það sem í boði er á vegum bænahóps kirkjunnar.  Um er að ræða það sem við getum kallað:  ,,Lækningartækni    framtíðar: Tækni trúar í stað lyfja“.  Hvernig getum við beitt slökun í verkjum og veikindum?


Greint verður frá rannsóknum sem sýnt hafa fram á hvernig vatn breytist við blessun og hugsun.  Fjallað um ábyrgð einstaklingsins gagnvart eigin hugsunum og varpað ljósi á hugmyndir Jesú um efni þessu tengdu.  Þá er virkni 12 spora kerfisins í heildrænni heilsueflingu skoðað, kynning á ,,Centering praying“ sem er bæn án orða og aðferð til að hlusta á rödd þagnarinnar.  Fjallað verður um endurnýjun líkama, sálar og anda.  HAM, hugræn atferlismeðferð með kristilegum áherslum verður kynnt.  Einnig verður farið yfir ,,Relax respond“ sem er mest rannsakaða og viðurkennda slökunartæknin í heiminum í dag og tengd dr. Herbert Benson, hjartaskurðlækni, Harward, Boston medical hospital.

Hér er aðeins stiklað á stóru, en af upptalningunni má sjá að hér er um afskaplega spennandi sýn á sálarlífið að ræða.  Bænahópur kirkjunnar hefur verið starfræktur í tæpa tvo áratugi og hefur leitað út fyrir landsteina í þekkingarleit sinni og m.a. dvalið í klaustrum í Bandaríkjunum.

Áhugasamir mæti í Grafarvogskirkju n.k. fimmtudagskvöld kl. 20:00 og hlusti á spennandi fyrirlestur um samtal vísinda og trúar.  Athugið!  Gengið inn á neðri hæð kirkjunnar, hjá bókasafninu.